Samband forsetninga og samsettra orða
Útdráttur
Forsetningarnar undan og á undan eru hluti af því kerfi forsetninga í íslensku sem vísa með kerfisbundnum hætti til staðar og tíma. Kerfi þetta hefur breyst í grundvallaratriðum frá fornu máli fram til nútímans. Helsta breytingin er sú að í fornu máli og fram til um 1500 vísaði fs. undan einungis til staðar en eftir 1500 getur hún einnig vísað til tíma. Af þessu leiðir að samsett orð sem hefjast á undan- og vísa til tíma hljóta að vera ung í málinu. Af sömu ástæðu hlýtur nafnorðið undanfari í merkingunni ‘sá sem fer á undan’ að vera eldra en undanfari í merkingunni ‘það sem gerist á undan’. Í greinarinnar er fjallað um samsett orð sem hefjast á undan-. Kannað er annars vegar hvort orð af þeirri gerð séu til vitnis um þá breytingu sem minnst var á og hins vegar hvort aldur þeirra og merking samræmist þeim tíma sem ætla má að breytingin hafi orðið.