Staða íslensku á sviði fjármála

  • Ágústa Þorbergsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
íðorð, nýyrði, könnun, fjármálasvið, íðorðagrunnur, sjálfvirk íðorðataka

Útdráttur

Greinin fjallar um stöðu íslensku í fjármálaheimi. Orðaforði á sviði fjármála hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum enda hafa fræðin og efnahagslífið verið í örri þróun og mörg ný hugtök hafa komið með innleiðingu Evróputilskipana. Þetta gerir það að verkum að stöðugt þarf að uppfæra íðorðasöfn á þessu sviði svo að þau verði ekki úrelt. Rannsóknin beindist m.a. að því að kanna áhrif af þessum aðstæðum. Rannsóknin var framkvæmd á þann hátt að send var spurningakönnun til fjármálafyrirtækja og fjármálastofnana og auk þess til þýðingastofa sem þýða fjármálatexta. Spurt var um viðhorf til íðorða (hvort þau skipta miklu eða litlu máli), hvort íðorð væru skráð og þá á hvaða hátt, hvernig gangi að finna íslensk íðorð og hver væru helstu vandamál tengd íðorðum.  

Helstu niðurstöður eru þær að mikill meirihluti telur meðferð íðorða skipta mjög miklu máli en skráning á íðorðum er þó áberandi lítil. Fram kemur að um helmingur þátttakenda þarf að leita að íslenskum íðorðum nokkrum sinnum í viku eða daglega. Meira en helmingur þátttakanda telur að helstu vandamál tengd íðorðum í fjármálum séu að þeim hefur ekki verið safnað saman á einn stað. Um 20% þátttakenda benda einnig á gamla og úrelta íðorðalista sem vandamál. 

Heimildir

Ari Páll Kristinsson. 2017. Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Ari Páll Kristinsson og Haraldur Bernharðsson. 2014. Íslenska og enska í íslensku háskólastarfi. Orð og tunga 16:93‒122.

Ágústa Þorbergsdóttir. 2011a. Íðorðafræði. Í: Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.). Handbók um íslensku, bls. 292–294. Reykjavík: JPV.

Ágústa Þorbergsdóttir. 2011b. Nýyrði. Í: Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.). Handbók um íslensku, bls. 333–339. Reykjavík: JPV.

Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2007. Íslensk málnefnd, http://islenskan.is/images/Alyktanir-pdf/Alyktun_um_stodu_islenskunnar.pdf.

Björn Arnar Hauksson. 2003. Orðaskrá úr hagrannsóknum. Útgáfa 0.2. Reykjavík. https://notendur.hi.is/okonomia/Skjol/GlosurOfl/Ordaskra/HagrOrd0.2.pdf (sótt ágúst 2020).

Davíð Logi Sigurðsson. 2007. „Enskan vinnumál á Íslandi?“ Morgunblaðið, 17. september.

Eiríkur Bergmann Einarsson. 2006. „Tungan, hnattvæðing og ótti“. Morgunblaðið, 28. febrúar.

Eiríkur Rögnvaldsson, Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Steinþór Steingrímsson. 2012. Íslensk tunga á stafrænni öld / The Icelandic Language in the Digital Age. META-NET White Paper Series. Berlin: Springer.

Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga II. Orð. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Guðrún Kvaran. 2009. „The Icelandic Language in Business and Commerce in Iceland“. Í: Gerhard Stickel (ritstj.). Duisburger Arbeiten zur Sprach- und Kulturwissenschaft, bls. 117–121. Frankfurt am Main: Peter Lang Verlag.

Halldór Halldórsson. 1987. Þörf á nýyrðum og sigurlíkur þeirra. Í: Ólafur Halldórsson (annaðist útgáfu). Móðurmálið: Fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum, bls. 93–98. Reykjavík: Vísindafélag Íslendinga.

Hagfræðiorðasafn. Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt orðasafn um hagfræði, viðskiptafræði og skyldar greinar. 2000. Hallgrímur Snorrason, Gamalíel Sveinsson,

Ólafur Ísleifsson, Brynhildur Benediktsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Kirstín Þ. Flygenring (ritstj.), Rit Íslenskrar málnefndar 12. Reykjavík: Íslensk málnefnd.

Háskólinn í Reykjavík, ársskýrsla 2007. https://www.ru.is/media/baeklingar/Haskolinn-i-Reykjavik-Arsskyrsla_2007.pdf (sótt ágúst 2020).

Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. https://hugtakasafn.utn.stjr.is/ (september 2020).

ISO 704:2009. Terminology work – Principles and methods.

ISO 15188:2001. Project management guidelines for terminology standardization.

Ingveldur Geirsdóttir. 2006. Hver er málið? Íslenskan, enskan, útrásin og skólarnir. Lesbók Morgunblaðsins, 21. janúar.

Íslenska til alls: Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Kjartan G. Ottósson. 1990. Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit Íslenskrar málnefndar 6. Reykjavík: Íslensk málnefnd.

Lacy, Terry G. og Þórir Einarsson. 1982. Ensk-íslensk viðskiptaorðabók. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur.

Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. https://www.althingi.is/lagas/148c/2011061.html.

Myking, Johan. 2011. ‘Domenetap’ eller ‘kunnskapsstruktur’? Om motstridande diskursar i nordisk terminologisamarbeid. Språk i Norden 2011: 131–156.

Nýyrði I. 1953. Sveinn Bergsveinsson (ritstj.). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Nýyrði II. Sjómennska og landbúnaður. 1954. Halldór Halldórsson (ritstj.). Reykjavík:Leiftur hf.

Nýyrði III. Landbúnaður. 1955. Halldór Halldórsson (ritstj.). Reykjavík: Menntamálaráðuneyti.

Nýyrði IV. Flug. 1956. Halldór Halldórsson (ritstj.). Reykjavík: Menntamálaráðuneyti.

Runólfur Ágústsson. 2006. „Heittrúuð hreintungustefna?“ Morgunblaðið, 20. febrúar.

Tækniorðasafn. 1959. Sigurður Guðmundsson (ritstj.). Reykjavík: Menntamálaráðuneyti.

Sigurður Jónsson, Laurén, C., Myking, J., Heribert, P. 2013. Parallelspråk og domene, parallelsprog og domæne, parallelspråk och domän, samhliða mál og umdæmi, rinnakkaiskieli ja domeeni. Oslo: Novus.

Skýrsla nefndar um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. 2010. Mennta og menningarmálaráðuneyti. https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/skyrsla_islensk_tunga_2010.pdf (sótt 2021).

Þingsályktun nr. 26/149 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. 2019. https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1750.pdf.

Þórir Einarsson og Terry G. Lacy. 1989. Íslensk-ensk viðskiptaorðabók. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur.

Þórir Einarsson og Terry G. Lacy. 2018. Íslensk-ensk viðskiptaorðabók. Reykjavík: Forlagið.

Útgáfudagur
2021-07-01
Tegund
Ritrýndar greinar