ISLEX - norræn margmála orðabók

  • Þórdís Úlfarsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, orðfræðisvið
tvímála orðabók, margmála orðabók, veforðabók

Útdráttur

Íslensk-skandinavíska orðabókin ISLEX var opnuð á vefnum í nóvember 2011. Afrakstur hennar er tvíþættur. Annars vegar hefur verið byggð upp löngu tímabær nútímaleg íslensk-skandinavísk orðabók þar sem möguleikar vefsins eru hagnýttir með þeim kostum sem hann  hefur upp á að bjóða. Hins vegar hefur verkefnið skilað mikilvægum gögnum um norræn tungumál ásamt dýrmætri reynslu við að búa til orðabók í hópvinnu í fimm löndum, en íslenska efnið er unnið í Reykjavík en markmálin í Kaupmannahöfn, Bergen, Gautaborg og Þórshöfn.  ISLEX hefur með því stuðlað að eflingu norrænnar málsamvinnu.

Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli og er áhersla lögð á að sýna fjölbreytileg orðasambönd, fasta orðanotkun og notkunardæmi. Það efni skilar sér í heild með þýðingum á markmálin fimm, dönsku, norsku (bókmál og nýnorsku), sænsku og færeysku.  ISLEX er því margmála orðabók sem í raun geymir fimm tvímálaorðabækur.  Hinn rafræni búningur býður bæði upp á leit í íslensku og  markmálunum og hentar vel fyrir samanburð á milli málanna. Í þessu felast margháttaðir möguleikar til rannsókna. Efnið er jafnframt góður grunnur að ýmiss konar kennslufræðilegum og máltæknilegum norrænum verkefnum. Allar íslensku fletturnar eru flokkaðar eftir merkingarsviðum og nær sú flokkun upp að vissu marki einnig til markmálanna.

Heimildir

Aldís Sigurðardóttir, Anna Hannesdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Håkan Jansson, Lars Trap-Jensen, Þórdís Úlfarsdóttir. 2008. ISLEX – An Icelandic-Scandinavian Multilingual Online Dictionary. Proceedings of the XIII Euralex International Congress, bls. 779–789. (Á geisladiski).

Beygingarlýsing íslensks nútímsmáls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: http://bin.arnastofnun.is.

Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. 2010. ISLEX – Islandsk-Skandinavisk webordbog. Málfríður 2. tbl. 2010: 11–15.

ISLEX-orðabókin. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www. islex.is, www.islex.dk, www.islex.no og www.islex.se.

Íslensk orðabók. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Íslensk orðabók. 1993. 2. útg. aukin og bætt, 7. prentun. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Reykjavík: Mál og menning.

Íslensk orðabók. 2007. 4. útg. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda.

Íslenskt orðanet. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.ordanet.is.

Íslenskt textasafn. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.lexis.hi.is/corpus/leit.pl.

Jón Hilmar Jónsson. 2005. Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. Reykjavík: JPV.

Jón Hilmar Jónsson. 2009. Lemmatisation of Multi-word Lexical Units: Mo- tivation and benefits. Í: H. Bergenholtz, S. Nielsen og S. Tarp (ritstj). Lexicography at Crossroads, bls. 165–194. Bern, Berlin o.v.: Peter Lang.

Jón Hilmar Jónsson. 2012. Að fanga orðaforðann: orðanet í þágu orðabókar. Orð og tunga 14:39–65.

Kristín Bjarnadóttir. 1998. Norræna verkefnið: www.lexis.hi.is/kristinb/norr.pdf.

Ljunggren, Anders. 2011. Några skärvor som kan fogas till en bild av vägen fram till islex tillkomst. http://islex.is/islex/greinar/Ljunggren-nov2011.pdf.

Margunn Rauset, Anna Helga Hannesdóttir og Aldís Sigurðardóttir. 2012.
Ein-, to- eller fleirspråklig ordbok? Í: Eaker, B., L. Larsson og A. Mattisson
(ritstj.). Nordiska studier i lexikografi 11, bls. 512–523. Lundur.

META-NORD-verkefnið. www.meta-nord.eu.

Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum: www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_gagnasafn_ritmal.

Svavar Gestsson. 2011. Ævintýri handa öllum heiminum. http://islex.is/islex/greinar/avarp_SG-nov11.pdf.

Svensén, Bo. 2004. Handbok i lexikografi. Ordböcker och ordboksarbete i teori och
praktik.
Stockholm: Norstedts Akademiska Förlag.

Tímarit.is. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: http://tímarit.is.

Þórdís Úlfarsdóttir. 2011. Upphaf ISLEX-verkefnisins. http://islex.is/islex/greinar/Islex_upphaf.pdf.
Útgáfudagur
2020-07-15
Tegund
Ritrýndar greinar