Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Samtíð og saga

Authors

  • Ásta Svavarsdóttir Author

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.26.11

Keywords:

ritmálsheimildir, , orðtaka , seðlasafn , rafrænt gagnasafn

Abstract

Greinin er fjallar um hið svokallaða Ritmálssafn Orðabókar Háskólans – tilurð þess, tilgang, efni, einkenni og notkun. Safnið geymir dæmi um orð og orðanotkun í íslenskum heimildum á tímabilinu frá miðri 16. öld og til loka 20. aldar, alls nálægt 2 milljónir dæma um u.þ.b. 700 þúsund uppflettiorð. Notkunardæmin voru upphaflega skráð á pappírsseðla sem raðað var í stafrófsröð orðanna og varðveittir í skjalaskápum en stærstur hluti þeirra hefur síðar verið tölvuskráður og safnið þannig verið gert öllum aðgengilegt á vef. Nýlega var það flutt í nýjan gagnagrunn og um leið var leit í því gerð fjölbreytilegri og sveigjanlegri. Í greininni er bæði farið yfir sögu safnsins og eiginleika þess svo notendur geti áttað sig á því hvers eðlis efniviðurinn er og gerð grein fyrir mismunandi leitar- og notkunarmöguleikum rafræna gagnasafnsins í þeim búningi sem það er nú (á vefsíðunni https://ritmalssafn.arnastofnun.is).

Published

2024-11-15

Issue

Section

Non-refereed Short Papers