„Að slepptu tjillinu"
Sjálfstæður forsetningarliður með lýsingarhætti
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.26.2Keywords:
Sjálfstæður forsetningarliður með lýsingarhætti, , smásetning, , fall, , horf, , orðaröð,Abstract
Sjálfstæður forsetningarliður með lýsingarhætti (SFL) er íslensk setningagerð sem hefur hingað til lítið verið fjallað um, hvað þá að hún hafi verið greind málfræðilega á fullnægjandi hátt. Unnt er að skilgreina SFL sem smásetningu sem inniheldur frumlagsnafnlið og lýsingarhátt í nútíð eða þátíð þar sem fallinu er stjórnað af forsetningunni að. Í forníslensku koma bæði þágufalls- og þolfallsnafnliðir fyrir í setningagerðinni en í nútímaíslensku virðist aðeins vera dæmi um þágufallsliði. Enn fremur er dreifing lýsingarháttar nútíðar og þátíðar ólík í forn- og nútímaíslensku. Auk þess eru hliðstæðar setningagerðir til í skyldum málum, bæði innan og utan germönsku (t.d. í latínu og grísku). Lýsing okkar á SFL í nútímaíslensku byggir á ítarlegri vefrannsókn á setningagerðinni. Þessi aðferð var notuð til að sýna fram á að SFL er tiltölulega algengur í nútímaíslensku, bæði í formlegum og óformlegum málaðstæðum. Flest dæmin sem eru sýnd hér eru úr vefrannsókninni en önnur voru metin af fámennum hópi málnotenda í óformlegri matskönnun. Meðal þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar eru setningafræðilegt hlutverk smásetningarinnar, málfræðihlutverk nafnliðarins og sagnanna, tíða- og horfasamband í SFL og orðaraðarmynstur innan setningagerðarinnar.