-an á undan viðskeytinu -legur í íslensku: Tilraun til túlkunar
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.26.5Keywords:
afleiðsla, viðskeyti, tengihljóð, lýsingarorð, sagnirAbstract
Í þessari grein er gerð tilraun til túlkunar á samstöfunni -an- í -anlegur í afleiddum orðum eins og hækkanlegur. Spurt er þriggja rannsóknarspurninga og leitað svara við þeim; hvert er eðli samstöfunnar -an- í nútímaíslensku með nokkrum samanburði við sögulega þróun; hver eru grunnorð samstöfunnar og -legur og að lokum hver er merking -an- í -anlegur. Við rannsóknina var notast við fjóra gagnagrunna, Ordbok over det norrøne prosasprog (ONP), Ritmálssafn Orðabókar Háskólans (ROH), Risamálheildina (Rmh.) og að hluta til við Íslenskan orðasjóð (ÍOS).
Að mati höfunda koma fjórir kostir til greina þegar leitað er skýringa á samtöfunni -an-; að -an- sé sérstakt viðskeyti sem eiginlega komi aðeins fyrir með -legur, að -n- sé tengihljóð sem hafi bæst við nafnháttarmynd sagna, sbr. hækka-n-legur; að -anlegur sé ein heild sem myndast hafi við samruna viðskeytanna -an og -legur, en það er mjög óvenjulegt í íslensku; og að uppruna -an- í -anlegur sé að leita í viðskeyti lýsingarháttar nútíðar, -and(i). Þar eru formleg tengsl við sagnir ótvíræð og einnig má geta þess að líkindi eru á milli hegðunar ýmissa -anlegur-orða og lýsingarháttar nútíðar. Niðurstaða höfunda er þá sú að síðasti kosturinn sé vænlegastur til túlkunar á -an-, þrátt fyrir ýmsa annmarka sem getið er um í greininni.
Downloads
Published
Versions
- 2024-11-15 (2)
- 2024-11-15 (1)