Loanwords with the prefix be- in Modern Icelandic

An exmple of halted borrowing

Authors

  • Veturliði G. Óskarsson University of Uppsala Author

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.17.2

Abstract

Orð með þýskættaða forskeytinu be- bárust inn í íslensku frá fimmtándu öld og fram á þá tuttugustu, að mestu úr dönsku. Nálega 300 slík orð er að finna í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Nær engin þeirra eru þó nothæf í nútímamáli og er brotthvarf þessara orða athyglisvert dæmi um það sem kalla má hamlað eða stöðvað tökuorðaferli. Á nítjándu öld dró mjög úr straumi orða af þessum toga inn í málið og orð, sem fyrst koma fyrir í tuttugustu aldar textum, eru nær öll úr sögulegum skáldsögum og sjómannamáli. Fáein orð með þessu forskeyti eru íslenskar nýmyndanir og þótt forskeytið hafi aldrei orðið virkt sem orðmyndunarforskeyti, eða sem fyrirmynd við innlenda orðmyndun, gætu þessi orð bent til að svo hefði getað orðið. Orð af þessum toga voru á sínum tíma gagnrýnd af málhreinsunarmönnum og gefið hefur verið í skyn að þau hafi verið talsvert algeng í máli fyrri alda. Athugun á texta 1.640 einkabréfa frá nítjándu öld bendir þó ekki til þess að slík orð hafi verið algeng í máli alþýðufólks á þeirri öld og lauslegur samanburður við blaðatexta sömu aldar styður þá ályktun.

Downloads

Published

2015-06-01

Issue

Section

Peer-reviewed Articles