Kennarinn og kennileitin
Örnefni í námsefni og skóla
Útdráttur
Þegar örnefni eru í brennidepli skólastarfs hlýtur það að vera keppikefli kennara að nemendur hafi ekki bara á hraðbergi sem flest og hagnýtust heiti á kennileitum heldur einnig að þeir rækti með sér almenna forvitni um örnefni; áhuga á uppruna þeirra, merkingu, tilvísunum eða þýðingu í málfræðilegu, sögulegu og félagslegu samhengi. Sama máli hlýtur að gegna um höfunda og útgefendur hvers konar námsefnis. Í þessari grein er leitast við að varpa ljósi á ýmis atriði sem gætu stuðlað að notadrjúgri og áhugavekjandi umfjöllun um örnefni í skólastarfi. Rætt er um hlutverk kennara hvað þetta varðar, fjallað um miðlun og upplýsingatækni í ljósi af hugsmíðahyggju, tekin nokkur dæmi af útgefnu námsefni handa grunnskólum og bent á möguleika sem felast í nýmiðlun á Veraldarvefnum.