Um af-liði í ópersónulegri þolmynd

Höfundar

  • Anton Karl Ingason Háskóli Íslands Höfundur
  • Einar Freyr Sigurðsson University of Pennsylvania Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.19.7

Útdráttur

Þessi grein fjallar um notkun af-liða í ópersónulegri þolmynd í íslensku. Því hefur verið haldið fram í fræðilegum skrifum um íslenska setningafræði að af-liðir sem tjá geranda séu vafasamir eða ótækir í ópersónulegri þolmynd. Í greininni kemur fram að í þessu felst nokkur einföldun því að þegar vel er að gáð má finna ýmis dæmi í náttúrulegum gögnum þar sem þetta mynstur kemur fyrir og virðist ekki endurspegla mistök í málbeitingu. Við fjöllum um ýmis dæmi úr íslenska trjábankanum og af vefnum og leiðum að því líkur að af-liðir séu líklegri til að vera notaðir í ópersónulegri þolmynd ef þeir fela í sér nýjar upplýsingar og/eða eru þungir. Eitt af því sem greinin sýnir er að aðgangur að stórum og fullkomnum málheildum er mikilvægur í málfræðirannsóknum þegar sjaldgæfar formgerðir eiga í hlut.

Niðurhal

Útgefið

2017-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar