Veik sögn verður sterk: Beygingarsaga sagnarinnar kvíða

Höfundar

  • Margrét Jónsdóttir Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.18.3

Útdráttur

Elstu heimildir sýna að kvíða var veik sögn. Heimildir um veiku þátíðarbeyginguna ná allt fram á 19. öld. Þær eru við hlið hinnar sterku sem samt virðist ekki mjög algeng. Elsta staðfesta heimildin um sterku þátíðarbeyginguna er úr málfræði Runólfs Jónssonar frá 17. öld. Í nútíðarmáli er sögnin kvíða sterkbeygð að nútíð eintölu undanskilinni. Þó eru dæmi um sterka nútíðarbeygingu, það elsta frá fyrsta þriðjungi 20. aldar; dæmum fer fjölgandi eftir því sem líður á öldina. Í ljósi þess hve dæmin um sterku þátíðina eru gömul vekur athygli hve ung sterka nútíðarbeygingin er. Í greininni er saga sagnarinnar kvíða skoðuð í ljósi annarra sagna, sömu eða svipaðrar gerðar, sem breytt hafa um beygingu. Jafnframt er litið til skyldra mála, einkum norsku.

Niðurhal

Útgefið

2016-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar