Um örnefnaskýringar

  • Svavar Sigmundsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
örnefni, örnefnafræði, bæjanöfn, orðsifjafræði, málsaga, nafnaorðabækur

Útdráttur

Í greininni er fjallað um grundvöll örnefnafræði, örnefnaskýringar, forsendur þeirra og hvers þurfi að gæta þegar örnefni eru túlkuð. Rakin eru dæmi um eldri örnefnaskýringar úr íslenskum ritum og nefnd elstu fræðiskrif um íslensk örnefni, grein eftir Björn M. Ólsen um Undirfell frá 1881 og rit Eggerts Ó. Brím um bæjanöfn sem enda á -staðir, skrifað fyrir 1893 og síðan deilur þriggja fræðimanna frá 3. áratug 20. aldar um merkingu ýmissa bæjanafna. Í sérstökum kafla er fjallað um vandann við örnefnaskýringar, m.a. um náttúrnafnakenningu Þórhalls Vilmundarsonar og tilraunir til að skýra íslensk örnefni út frá keltneskum málum. Að síðustu er svo gerð grein fyrir miðlun örnefnaskýringa til almennings með birtingu á netinu, m.a. með dálkinum "Örnefni mánaðarins" á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þá er sagt frá fyrirhugaðri útgáfu sérstakrar uppflettibókar um örnefni sem höfundur hefur unnið að í um áratug og takmörkunum á aðgengi að íslenskum örnefnum til rannsókna vegna skorts á skrásetningu nafnmynda úr eldri heimildum, útgefnum jafnt sem óútgefnum.

Útgáfudagur
2020-08-10
Tegund
Ritrýndar greinar