Þáttur málstöðlunar í afstöðu sagnar til neitunar í 19.aldar íslensku

„málsgreinir, sem mjer fannst eitthvert danskt óbragð að". . .

  • Heimir Freyr van der Feest Viðarsson Háskóli Íslands / Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
málstöðlun, sagnfærsla, orðaröð, tilbrigði, málbreytingar

Útdráttur

Í greininni er sjónum beint að afstöðu sagnar í persónuhætti til neitunar í 19. aldar íslensku. Meginreglan í íslensku er sú að persónubeygð sögn sé ævinlega í öðru sæti setninga (S2), í aukasetningum jafnt sem aðalsetningum, og því hefur verið haldið fram að önnur orðaröð kæmi tæplega til greina í málum með ríkulegar beygingar eins og íslensku. Málfræðingar hafa þó bent á að á tímabilinu 1600–1850 hafi verið algengara en nú er að sögnin færi á eftir neitun í aukasetningum (S3) og að ákveðnir textar minni að því leyti á dönsku (Heycock & Wallenberg 2013). Á 19. öld var tekið að amast við slíkri orðaröð og var litið á hana sem dönsk áhrif.

Ný rannsókn á tveimur 19. aldar málsöfnum, blöðum/tímaritum og einkabréfum, styðja niðurstöður fyrri rannsókna hvað útgefna texta varðar. S3-orðaröð er þó algengari í einkabréfum en ætla mætti ef einungis væri um bein dönsk áhrif í (rit)máli menntamanna væri að ræða eins og oft er talið. Eftir 1850 lækkar hlutfall S3 í blöðum og tímaritum frá því að koma fram í u.þ.b. 45% aukasetninga af viðeigandi gerð í það að vera 10-15%. Í einkabréfum helst hlutfall S3 aftur á móti stöðugt og birtist þar í nálægt 10% setninga. Í greininni leitast höfundur við að svara þeirri spurningu hvort lækkandi hlutfall S3-orðaraðar í útgefnum tekstum sé bein afleiðing af vaxandi málstöðlun en ætla má að hennar gæti einkum í ritmáli.

Útgáfudagur
2020-07-07
Tegund
Ritrýndar greinar