The standardization of a modern pluriareal language

Concepts and corpus designs for German and beyond

  • Stephan Elspaß Universität Salzburg
  • Konstantin Niehaus Fachbereich Germanistik
Keywords: language history, variationist linguistics, grammar, lexical variation, grammatical variation, verbal clusters, discontinuous pronominal adverbs

Abstract

Í greininni er fjallað um sérstaka leið eða reglu sem varðar kynjablöndun í sumum germönskum málum, þar sem hvorugkyn, í fleirtölu eða eintölu, getur vísað til hóps af fólki af ólíku kyni. Slík regla er t.d. til staðar í íslensku staðalmáli. Hana má líka finna á eldri stigum þýsku og norsku, svo og í nútímamállýskum, en ekki í staðalmálunum nú á tímum. Spurningin er hvernig þessi staða kom upp. Jafnvel þótt saga málstöðlunar í þýsku og nýnorsku sé mjög ólík er niðurstaðan að því leyti sú sama að reglan um að við kynjablöndun sé hvorugkyn haft um fólk af ólíku kyni hefur horfið í staðalmálunum. Að okkar mati orsakast þetta af ólíkum málfræðihefðum: Í Þýskalandi leiddi skynsemishyggja 17. og 18. aldar til þess að litið var á mállýskurnar sem ógn við staðalmálið og hvorugkynsmyndunum var hafnað með tilvísun til notkunar þeirra í “hversdagslífinu”. Þegar nýnorska mótaðist í andrúmslofti þjóðernisrómantíkur á 19. öld urðu mállýskurnar aftur á móti grundvöllur hins nýja staðalmáls og hvorugkynsmyndirnar þóttu þess vegna æskilegar í upphafi. En þar sem hvorugkynið varð æ sjaldgæfara vegna útjöfnunar í beygingakerfinu hvarf það síðan einnig úr staðalmálinu.

Published
2020-07-07
Section
Peer-reviewed Articles