Að bera sér orð í munn: Hvenær verður orðið íslenskt?

Í minningu Jakobs Benediktssonar, Reykholti 1. desember 2007

  • Kristján Árnason Háskóli Íslands
tökurð, slettur, máltengsl, málvíxl, hljóðkerfi

Útdráttur

Þessi grein fjallar um aðlögun erlendra orða (flestra enskra) að íslensku tali og spurt er hvenær orðin verði hluti af íslenskum orðaforða. Hefð er fyrir því að greina annars vegar milli tökuorða sem hafa öðlast „þegnrétt“ í málinu og hins vegar síður aðlagaðra orða og orðasambanda sem oft eru nefnd slettur í almennri og fræðilegri umræðu. Hin neikvæða merking þessa orðs endurspeglar þá hreintunguhyggju sem gjarna hefur einkennt umræðu um málrækt hér á landi. Í greininni er sýnt fram á að jafnvel hinar óhreinustu af slettunum, verði fyrir einhverri smitun frá tökumálinu, íslensku. Þetta á jafnt við um hljóðkerfi, orðhlutalega, setningarlega og merkingarlega þætti, og sletturnar aðlaga sig fljótt hinum nýju aðstæðum. Niðurstaðan er að ekki beri að líta á dæmigerða notkun enskra orða og orðasambanda sem málvíxl (code switching). Í hvert skipti sem enskt orð kemur fyrir í íslenskum töluðum texta, á sér stað einhver aðlögun og með þessari aðlögun verða orðin með á sinn hátt „íslensk“ og þar með í einvherum skilningi hluti af orðaforðanum (lexis). Lögð er áhersla á að það sé allt önnur saga hvenær skrá beri þessi orð eða orðasambönd í leiðbeinandi orðabókum.

Útgáfudagur
2020-08-15
Tegund
Ritrýndar greinar