Að byggja undir íslensk-erlenda orðabók

Forgreining og orðabókarefni

  • Jón Hilmar Jónsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
tvímála orðabækur, jafnheiti, merkingarleg vensl, hugtakaorðabók

Útdráttur

Í greininni er fjallað um efnisöflun og efnismeðferð við gerð tvímála orðabóka um íslensku, einkum þar sem íslenska er í hlutverki viðfangsmálsins. Samsetning íslenska flettulistans er í brennidepli, en þar felst vandinn m.a. í því að skort hefur á merkingarlega greiningu og flokkun orðaforðans svo að erfitt er að afmarka orð og orðasambönd sem tilheyra tilteknu hugtaki eða annars konar orðaheild. Með tilkomu Íslensks orðanets, þar sem íslenskur orðaforði, stök orð jafnt sem merkingarbær orðasambönd, er greindur og flokkaður með tilliti til setningarlegra og merkingarlegra vensla, hafa aðstæður breyst að þessu leyti. Flettuskipan orðanetsins einkennist af því að fletturnar eru merkingarlega einræðar og að mikið fer fyrir orðasamböndum í mynd fleiryrtra flettna.

Þess má vænta að hagnýting orðabókarefnis af því tagi sem orðanetið leggur til, þar sem þegar hefur farið fram margvísleg forgreining, muni í samhengi við vitnisburð markaðra málheilda og önnur orðabókargögn, styrkja undirstöðu tvímála íslenskra orðabóka í framtíðinni.

Útgáfudagur
2020-07-15
Tegund
Ritrýndar greinar