Smíð. Lególeikur. Endurvinnsla.

  • Ari Páll Kristinsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
neologism, loanword, policy for neologisms, purism, register variation

Útdráttur

Greinin fjallar um samband íslenskra nýyrða og nýyrðastefnu. Því er haldið fram að ekki sé endilega beint samband milli myndunar og notkunar nýyrða annars vegar og nýyrðastefnu hins vegar. Samt sem áður hefur nýyrðastefna vissulega haft áhrif bæði á nýyrðamyndun og nýyrðanotkun. Nýyrðastefna er ein grein hreintungustefnu. Gerð er nokkur grein fyrir hreintungustefnuhugtakinu. Rökstutt er að hreintunguviðhorf eru ekki ein og sér fullnægjandi skýring á sterkri stöðu nýyrða í íslensku máli enda styðjast þau ekki síður við kerfislægt samhengi innan orðaforðans.

Nýyrði einkenna oft málsnið formlegra aðstæðna og ritaðra texta en tökuorð, sömu eða náskyldrar merkingar, einkenna aftur á móti fremur málsnið óformlegra texta og talaðs máls. Enda þótt nýyrðamyndun og nýyrðanotkun þurfi ekki endilega að sýna að fólk aðhyllist nýyrðastefnu þá verður þetta samheitaástand samt sem áður ekki skýrt nema með því að vísa til nýyrðastefnu.

Útgáfudagur
2020-08-15
Tegund
Ritrýndar greinar