Hlutverk tvímála orðabóka

Ólíkar notendaþarfir í íslensk-frönsku ljósi

  • Rósa Elín Davíðsdóttir Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Háskóla Íslands
tvím´ála orðabækur, íslensk-frönsk orðabók, jafnheiti, orðastæður, notkunardæmi

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um tvímála orðabækur og hlutverk þeirra eftir því hvort þeim er ætlað að nýtast sem málbeitingarorðabækur eða skilningsorðabækur. Áhersla er lögð á tvímála orðabók þar sem íslenska er viðfangsmál og franska markmál og sjónum beint að notendum slíkrar orðabókar. Helstu kostir og gallar tvímála orðabókarlýsingar eru skoðaðir. Fjallað er um val á orðaforða og stoðmál í tvíbeindum orðabókum og hvernig lýsingu flettiorðs skuli háttað í málbeitingarorðabók. Þar ber helst að nefna mikilvægi þess að gera skýran merkingarmun á jafnheitum ef þau eru fleiri en eitt. Einnig er hugað að því hvernig má nýta úrlausnir sem rafrænar orðabækur bjóða til dæmis hvað varðar notendaviðmót og í þessu samhengi er orðabókin ISLEX skoðuð. Flettur úr Íslenzk-franskri orðabók frá 1950 eru greindar og sýnd dæmi um hvernig samsvarandi orðsgreinar í nýrri íslensk-franskri orðabók gætu litið út með fleiri dæmum um notkun orða og orðasambanda.

Útgáfudagur
2020-07-15
Tegund
Ritrýndar greinar